Skógasýning í nýjum sal Safnahússins

júní 25, 2002
Þann 14. júní síðastliðinn var tekinn í notkun nýr salur í Safnahúsi Borgarfjarðar með opnun skógasýningarinnar „Milli fjalls og fjöru“.
Á sýningunni er varpað fram kenningum um orsakir skógeyðingar á Íslandi sett hefur verið upp hlóðaeldhús, eldsmiðja, rauðablástursofn og kolagröf auk ýmissa trjátegunda og lesmáls af ýmsum toga.
Sýningin var opnuð í tengslum við Borgfirðingahátíð sem fram fór dagana 14. til 17. júní. Þá var einnig opnuð í Listasafninu sýning á ljósmyndum úr safni Einars Ingimundarsonar en hann átti mikið safn mynda af mannlífinu í Borgarnesi frá árunum 1962-1978.
Nánari upplýsingar um sýningar og söfn má finna á nýrri vefsíðu Safnahússins www.safnahus.is.

Share: