Skóflustunga að nýjum leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi var tekin í s.l. viku. Börn af leikskólunum í Borgarnesi sáu um verkið og fórst það vel úr hendi.
Gert er ráð fyrir að skólinn verði þriggja deilda og taki til starfa vorið 2007. Hann mun leysa af leikskóladeild við Mávaklett og leikskólann við Skallagrímsgötu.