Skipulagsdagur í Klettaborg

ágúst 27, 2009
Föstudaginn 21. ágúst var skipulagsdagur í leikskólanum Klettaborg.
Þá undirbjó starfsfólkið leikskólastarfið og að auki var Haukur Valsson varaslökkviliðsstjóri með fyrirlestur um rýmingu og eðli elds. Að því loknu voru verklegar æfingar þar sem hver og einn starfsmaður slökkti eld með slökkvitæki og eldvarnarteppi.
 
 

Share: