Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2014-12-17

desember 17, 2014
Skipulagslýsingar vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022og nýs deiliskipulags, afþreyingar- og ferðamannasvæði, ísgöng í Langjökli
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8.10.2014 að auglýsa skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 ásamt matslýsingu vegna ísganga í Langjökli, þ.e. nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði. Jafnframt er auglýst skipulagslýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi ísganga í Langjökli ásamt matslýsingu. Auglýsingin er á grundvelli greina 4.2.4 og 5.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 17.12.2014 til og með 15.01.2015 á skrifstofutíma.
 
 
Skriflegum athugasemdum eða ábendingum skal skila eigi síðar en 15.01.2015, annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is
Vakin er athygli á að Skipulagsstofnun mun á sama tíma kynna lýsingu ásamt matslýsingu vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna ofangreindrar breytingar, sbr. www.skipulagsstofnun.is og www.borgarbyggd.is
 
Tillaga að nýju deiliskipulagi – Húsafell 2
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 15. desember 2014 að auglýsa nýtt deiliskipulagi lóðar í landi Húsafells 1.
Markmið deiliskipulags er að byggja upp sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús vegna menningartengda starfsemi í Húsafelli.
 
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 17. desember 2014 til 28. janúar 2015 á skrifstofutíma.
Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 29. janúar 2015, annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið: lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 
 

Share: