Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögu:
Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi – Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Markmið breytinganna er að sameina lóðir 57 – 59 í eina lóð m.t.t. eignaskiptasamninga. Einnig að leyfa útakstur frá bílaplani lóðar nr. 57 – 59 að Kveldúlfsgötu um skábraut, þar sem vinstri beygja verði bönnuð þegar ekið út á Kveldúlfsgötu. Innakstur verður eftir sem áður bannaður frá Kveldúlfsgötu. Engin breyting verður gerð á byggingamagni lóðanna þar sem lóðirnar eru þegar fullbyggðar. Málsmeðferð verði skv. 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 21. desember 2018 til 4. febrúar 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 4. febrúar 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillagan verður kynnt þeim sem þess óska.