Í lok síðasta árs var farið af stað með að kanna áhuga nokkurra teikni- og arkitektastofa á þátttöku í hugmyndavinnu um skipulag byggðar í Brákarey.
Í framhaldi lá fyrir að fjórar stofur tækju þátt í verkefninu, enda um spennandi og krefjandi skipulagsverkefni að ræða.
Eftir að hafa fengið í hendur ýmis gögn um verkefnið, hófust þessar stofur handa í byrjun árs 2007.
Föstudagurinn 16. mars var svo skiladagur þessarar hugmyndavinnu og af því tilefni voru stofurnar fjórar fengnar til að kynna sínar tillögur, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, að viðstöddum fulltrúum úr sveitarstjórn, skipulags- og byggingarnefnd, sveitarstjóra og starfsfólki af framkvæmdasviði ofl.
Eftirfarandi eru stofurnar fjórar sem þátt tóku í hugmyndavinnunni:
- Kanon arkitektar
- Landlínur
- VA- arkitektar
- Teiknistofa Vesturlands
Það var mat þeirra sem hlýddu á kynningu tillaganna, að þær væru gott innlegg inn í áframhaldandi skipulagsvinnu fyrir Brákarey, enda fjölbreyttar áherslur sem þar komu fram.
Hér fyrir neðan eru tillögurnar eins og þær voru lagðar fram á kynningarfundinum 16. mars.
Jökull Helgason
Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs