Velferðarnefnd Borgarbyggðar sem hefur tekið við hlutverki félagsmálanefndar, kom saman til fyrsta fundar mánudaginn 12. júlí síðastliðinn. Á fundi nefndarinnar voru kosnir fulltrúar Borgarbyggðar í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Fulltrúar Borgarbyggðar eru þau Friðrik Aspelund, Inga Margrét Skúladóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir.
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala fer með verkefni barnaverndarnefndar skv. barnaverndarlögum. Félagsmálastjóri fer með daglega framkvæmd og skal tilkynningum og öðrum erindum til nefndarinnar beint til hans.