Skemmtilegt samstarf leik – grunnskóla.

janúar 15, 2016
Í vikunni kom 5.bekkur úr Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild í heimsókn í leikskólann Hnoðraból og tóku elstu börn leikskólans á móti þeim. Börnin kynntu sig öll og við tók dagskrá þar sem börnunum var skipt í þrjá hópa. Hóparnir fóru í stafaleik, 5.bekkingar lásu frumsamdar sögur og að lokum settu allir handarfarið sitt á vináttuhring. Hann táknar samstarf og vináttu milli þessara hópa en þarna voru þau að vinna með leiðtogafræðin, venju 5 Sigrum saman .Heimsóknin er hluti af samstarfi milli skólastiga þar sem tilgangurinn er að mynda samfellu og undirbúa leikskólabörnin þannig að grunnskólagangan verði farsæl. Kveðja MEÐ SÓL Í HJARTA frá Hnoðrabóli.
 
 

Share: