Skemmdarverk á leikvöllum í Borgarbyggð

september 29, 2025
Featured image for “Skemmdarverk á leikvöllum í Borgarbyggð”

Undanfarið hefur orðið vart við skemmdarverk á nokkrum leikvöllum í Borgarbyggð.

Í lok maí var meðal annars unnið tjón á Bjössaróló, og aftur upp úr miðjum júlí var þar orðið vart við frekari skemmdir.

Í seinasta mánuði voru unnar skemmdir á leikvelli í Kvíaholtinu og nú hafa aftur verið unnin skemmdarverk á leikvellinum í Kjartansgötu.

Borgarbyggð vinnur nú að því að bæta öryggi á leikvöllum og er meðal annars verið að hanna lýsingu ásamt möguleikum á uppsetningu eftirlitsmyndavéla til að draga úr líkum á frekari skemmdum. Lögreglan hefur verið látin vita af málinu og hvetjum við foreldra eindregið til að ræða við börn sín um mikilvægi þess að fara vel með sameiginlegar eignir og virða leikvelli svo að allir geti notið þeirra.
Unnið er að lagfæringu leikvalla og vonast er til að hann haldist óskemmdur svo að börn og fjölskyldur geti leikið sér þar hættu- og slysalaust.

Borgarbyggð þakkar íbúum fyrir samvinnu og hvetur alla til að láta vita ef vart verður við frekari skemmdir.


Share: