
Það var einstök stund í íþróttamiðstöðinni síðastliðið föstudagskvöld þegar tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands, Klassíkin Okkar, var streymt í sundi. Íris Grönfeldt stjórnaði sundleikfimi í takt við tónleikana af sinni alkunnu snilld í innilauginni og í heitu pottunum var hægt að halla sér aftur og njóta. Saman voru komin bæði börn og fullorðnir sem nutu tónlistarinnar og skemmtu sér saman.
Borgarbyggð bauð íbúum og gestum ókeypis í laugina þetta kvöld. Um 100 manns komu ýmist til þess að njóta tónleikanna í heitu pottunum eða fóru í hreyfingu í innilauginni.
Þökkum öllum þeim sem mættu.
Fólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér vel
Jón Þór, forstöðumaður Óðals ásamt tæknimanninum Auðunn Atla sáu til þess að allt gekk eins og vel smurð vél.