Frá og með þriðjudeginum 7. ágúst nk. verða síma- og viðtalstímar með eftirfarandi hætti í skipulags-, umhverfis-, landbúnaðar- og byggingamálum hjá Borgarbyggð:
Símatímar: kl. 10-11 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
Viðtalstímar: kl. 11-12 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
Umsóknareyðublöð fyrir lóðir, byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi, stöðuleyfi, úttektir, gæludýrahald o.fl. má nálgast rafrænt hér. Leiðbeiningar fyrir byggingarleyfisumsóknir eru aðgengilegar hér. Einnig er hægt að senda erindi og fyrirspurnir á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Erindum verður svarað eins fljótt og auðið er.
Athugið að mikilvægt er að innsend hönnunargögn séu fullnægjandi svo að afgreiðsla mála gangi fljótt fyrir sig.
Að gefnu tilefni viljum við minna á Kortasjá Borgarbyggðar þar sem hægt er að nálgast teikningar af byggingum og skipulagsgögn.