Sigrún Símonardóttir kvödd

júní 6, 2005

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sigrún Símonardóttir stýrði í dag sínum síðasta fundi sem formaður félagsmálanefndar Borgarbyggðar, en hún og eiginmaður hennar fluttu til Reykjavíkur nú í vor er Sigrún lét af störfum á Sýsluskrifstofunni og fór á eftirlaun. Sigrún hefur um langan tíma tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í Borgarnesi og Borgarbyggð, var bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar og hefur setið í ótal nefndum á vegum bæjarins. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún verið formaður félagsmálanefndar, barnaverndarnefndar og stjórnar Dvalarheimilisins. Við þetta tækifæri afhenti Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri Sigrúnu blómvönd frá bæjarstjórn og voru henni þökkuð störf í þágu sveitarfélagsins með þessari vísu:
Nú hlýturðu frelsi og frí alla daga
fegurðar nýtur í Breiðholtsþingum
Farsælum störfum skal haldið til haga
með hjartans þökk frá Borgnesingum.

 

Share: