Síðasti sýningardagur Börn í 100 ár

febrúar 8, 2022
Featured image for “Síðasti sýningardagur Börn í 100 ár”

Senn líður að lokum sýningarinnar Börn í 100 ár og er síðasti sýningardagur föstudagurinn 11. febrúar nk. Sýningin var fyrst sett upp árið 2008.

Breytingar verða gerðar á fyrstu hæð Safnahússins á næstu misserum og því verður sýningin tekin niður í þeirri mynd sem hún er. Endurgerð baðstofunnar frá Úlfsstöðum og Fuglasýningin verða enn til staðar fyrir gesti og við bætist rými sem mun nýtast fyrir tímabundnar sýningar safnanna.

Hvetjum við alla sem ekki hafa séð sýninguna Börn í 100 ár að kíkja við í vikunni. Opið verður alla daga 13:00-16:00 og frítt inn.

Spennandi tímar eru framundan í Safnahúsi og er vinna hafin við að rýna starfsemi Safnahússins með tillögu að framtíðarskipan þeirra safna sem heyra undir Safnahús Borgarfjarðar. Virkt samtal við nærsamfélagið og fagleg nálgun í safnastarfi ber þar hæst. Allir eiga erindi í Safnahús Borgarfjarðar og hlakkar starfsfólk safnsins til þess að taka á móti ykkur í opnu rými menningar og samfélags.


Share: