Borgarbyggð vill vekja athygli á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Búið er að framlengja umsóknarfrestinn til 31. júlí 2021.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar hjá Borgarbyggð.
Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 og er það hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var s.l. vor hjá yfirvöldum og ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu.
Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020- 2021.
Áður en sótt er um styrk hjá Borgarbyggð þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið.
Kannaðu rétt á styrk á island.is
Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn.
Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulagið getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi það hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna. Hægt er að nálgast reglur Borgarbyggðar hér.