Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður hin bráðum árlega Sauðamessa haldin í Borgarnesi þann 8. október n.k. Aðstandendur Sauðamessu hafa nú opnað sérstakan Sauðavef á netinu á slóðinni: www.sauda.vefurinn.is. Á vefnum sem hannaður er af Ástríði Einarsdóttur er að finna ýmisskonar fróðleik um sauðkindur lífs sem liðnar og þar eru einnig fréttir af undirbúningi Sauðamessu 2005.
Þá styttist í að einkennislag Sauðamessu verði kynnt en það er nokkurskonar sauðasálmur eða öllu heldur óður til íslensku sauðkindarinnar sem Bjartmar Hannesson hefur prjónað saman úr íslenskri ull.
(fréttatilkynning)