
Í Skallagrímsgarði verður ærlegt markaðstorg og á sviði verður stanslaus dagskrá milli kl. 14.02 og 16.03. Meðal annarra Bakkabræður og Bakkasystur, fegurðasamkeppni MÝRAHRÚTA, Siggi Óli og Bankaæringjarnir, hið árlega lærakappát þar sem Baldur Jóns á margfaldan tiltil að verja, Eva Margrét og Katarína, dansandi sveitastrákar ofl, ofl.
Ýmis konar afþreying í boði í garðinum á meðan á dagskrá stendur. Öllum gestum verður boðið upp á ókeypis kjötsúpu í boði sauðfjárbænda í héraði sem Raftar, einnig úr héraði, sjá um að framreiða við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Auglýsingu má sjá hér
FRÍAR SÆTAFERÐIR ÚR BORGARNESI Á RÉTTARBALL
Athygli heimsbyggðarinnar, og þó Borgarbyggðarinnar sérstaklega, er vakin á því að í tengslum við ball ársins, þar sem hljómsveitin Festival með trymbilinn síkáta Sigurþór Kristjánsson í fararbroddi mun fara hamförum á RÉTTARBALLI í nýju REIÐHÖLLINNI í Borgarnesi. Að kveldi SAUÐAMESSU verður boðið upp á ÓKEYPIS sætaferðir með SÆMUNDI úr BORGARNESI og aftur til baka að balli loknu.
Fyrsta ferð úr Borgarnesi fer kl. 22:30 frá DÚSSABAR, stoppað verður á gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, á móts við Hyrnuna og við strætóskýlin á leið út úr bænum. Ferðir verða kl. 22:30, 23:00 og 23:30. Heimakstur hefst frá Réttarballi kl. 01:30 og stendur til 02:30 eða eins og þörf krefur.
Nýtið ykkur topp þjónustu á engu verði í kreppunni!!!!
Athugið að RÉTTARBALL hefst kl. 22:00 stundvíslega og stendur það til kl. 02:00. Aldurslágmark er 16 ár. – AldursHÁMARK er EKKERT.
Aðgangseyrir: 2500,-
ATHUGIÐ ENNFREMUR AÐ SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR ER BANNAÐUR
LJÚKUM SAUÐAMESSU MEÐ STÆL Á RÉTTARBALLI!
SAUÐIRNIR
Samstarfsaðilar Sauðamessu: Nýi Kaupþingbanki, Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði, Markaðsráð Kindakjöts, Sæmundur Sigmundsson, Leikdeild Skallagríms, Skátafélag Borgarness, kindur.is; Nýverk, HS Verktak, Einar Páll Pétursson flutningar, Nepal, Björgunarsveitin Brák, Guðmundur Hallgrímsson, Raftar, Búnaðarfélag Mýramanna, Borgarbyggð, Menntaskóli Borgarfjarðar og margir margir fleiri vinir og vandamenn Sauðamessu – takk fyrir hjálp og stuðning !