Samþykktar breytingar á skipuriti Borgarbyggðar

ágúst 12, 2022
Featured image for “Samþykktar breytingar á skipuriti Borgarbyggðar”

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 11. ágúst sl. breytingar á skipuriti Borgarbyggðar. Ljóst er að vaxandi umsvif hefur átt sér stað í byggingar- og skipulagsmálum undanfarin ár og nauðsynlegt er að tryggja samfellu í þessum málaflokkum, enda eru stór og umfangsmikil verkefni fram undan og mikill kraftur í uppbyggingu hjá almenningi og atvinnulífi. Þessar breytingar eru einnig til þess fallnar að einfalda boðleiðir og auka yfirsýn.

Breytingin felst í því að sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs tekur með beinum hætti við skipulags- og byggingadeild. Málefni þjónustuvers, innkaup, tölvuumsjón og skjalavarsla færast beint undir skrifstofu sveitarstjóra og tekur sveitarstjóri við þeim verkefnum. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs mun áfram sinna lögfræðilegri ráðgjöf en lætur af daglegum rekstri og stjórnunarlegri ábyrgð þessara þátta. Samhliða þessum breytingum breytist heiti stjórnsýslu- og þjónustusviðs í stjórnsýslusvið.

Þessar breytingar samræmast áherslum í starfsemi sveitarfélagsins að málaflokkar sem taka til allra sviða heyri beint undir sveitarstjóra.


Share: