Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2025

desember 9, 2024
Featured image for “Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2025”

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um.

Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar:

• Hefur hátíðin listrænt og menningarlegt gildi fyrir samfélagið?
• Hefur hátíðin sérstöðu?
• Fagleg hæfni umsækjenda og fyrri reynsla.
• Tenging hátíðar við menningarlíf í Borgarbyggð.
• Gæði, vinnsla og framsetning umsóknar.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á www.borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2025.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála í síma 433-7203 eða með pósti
thorunn.kjartansdottir@borgarbyggd.is


Share: