Samstarf nemendafélaga

nóvember 29, 2002
Fundur var haldin að Varmalandi þar sem stjórnir nemendafélaga Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskólans á Varmalandi funduðu um málefni nemendafélaganna og kynntu starf hvers annars.
Var ákveðið að vinna enn frekar saman að eflingu félagsstarfsemi í gegn um starfsemi Óðals. Nemendur á unglingastiginu á Varmalandi hafa aukið félagsstarf sitt, m.a. með því að efla eigið nemendafélag, stofna hljómsveitarklúbb, halda plötuþeytinámskeið og settur hefur verið upp vísir að félagsaðstöðu í kjallara gamla húsmæðraskólans þar sem unglingastigið er til húsa.
 
Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi kom færandi hendi og afhenti fulltrúum NFV 70.000 kr. hljómtæki í sal þennan sem táknræna gjöf um samstarfsvilja og tilkynnt var að öll fríðindi og afsláttur á nemendaskírteinum NFGB gilti einnig fyrir unglingana á Varmalandi.
 
Við sama tækifæri var gerður formlegur samningur á milli íþrótta- og æskulýðfulltrúa og stjórna nemendafélagnna um samvinnu varðandi framkvæmd á forvarnarverkefnum í sveitarfélaginu sem verða áberandi í desember.Verkefnin eru hluti af samvinnu Borgarbyggðar og Akraness um sameiginlegt átak í forvörnum.

Share: