Á föstudaginn var gengið frá samningi við Snerru ehf um frumhönnun og kostnaðargreiningu á lagningu ljósleiðara hér í Borgarbyggð. Hér er um að ræða fyrstu skref í átt að ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins en vonir stands til þess að verkefnið komist á framkvæmdastig hið fyrsta. Guðmundur Daníelsson eigandi Snerru ehf hefur komið að hönnun kerfa fyrir fjölmörg sveitarfélög og væntir Borgarbyggð góðs af þessu samstarfi.