Samningar undirritaðir milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

ágúst 24, 2022
Featured image for “Samningar undirritaðir milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar”

Samningar hafa náðst milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um þjónustu Borgarbyggðar við Skorradalshrepp. Samningarnir taka til þeirrar þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum Skorradalshrepps svo sem í skólamálum, brunavörnum, félagsþjónustu og safnamálum og fjalla um fyrirkomulag, kostnað og fleira. Samningarnir sem nú hafa verið undirritaðir gilda frá janúar 2021 og koma í stað annarra sem hafa verið í gildi. Samningarnir gilda til júníloka 2025 en undirritun þeirra er með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar Skorradalshrepps og sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Það má segja að leiðin að samkomulaginu hafi verið nokkuð löng en það er ánægjulegt að vera komin á áfangastað. Nú hlökkum við til áframhaldandi góðs samstarfs við nágranna okkar í Skorradal.

Frá vinstri:  Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, og Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, að lokinni undirritun samkomulagsins milli sveitarfélaganna.


Share: