Samkomulag við Norðlenska

febrúar 20, 2002

Drög að samkomulagi liggur fyrir um kaup heimaaðila á tækjum og vörumerkjum Norðlenska matborðsins ehf. í slátrun- og kjötvinnslu í Borgarnesi. Á grundvelli þessa samkomulags verður stofnað félag um rekstur sláturhúss og kjötvinnslu sem yfirtaki eignir og fyrirliggjandi leigusamninga í Borgarnesi.

Eignaraðilar að fyrirtækinu verða í byrjun Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarbyggð og Kaupfélag Borgfirðinga. Endanlegt samkomulag er háð samþykki stjórnar Norðlenska matborðsins ehf. og stjórnar nýs félags sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir innan tíu daga. Stefnt er að því að ný starfsemi hefjist ekki síðar en um n.k. mánaðarmót. Byrjað verður að ráða starfsmenn á næstu dögum.
Með þessari niðurstöðu hefur óvissu verið eytt um framtíð stórgripaslátrunar og kjötvinnslu í Borgarnesi. Niðurstaða um fyrirkomulag sauðfjárslátrunar liggur ekki fyrir.


Share: