Borgarbyggð hefur skrifað undir samning við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um vátryggingaviðskipti á grundvelli útboðs. Samningurinn er til sex ára frá 1. janúar 2001 að telja.
Vátryggingarsamningurinn er heildarsamningur um tryggingar Borgarbyggðar og sjálfstæðra stofnana þess. Samningurinn felur í sér að fram fari sameiginleg úttekt og endurskoðun á vátryggingarþörf Borgarbyggðar á árinu 2001.
ÍSVÁ, löggild vátryggingamiðlun, hafði umsjón með framkvæmd útboðsins fyrir hönd Borgarbyggðar.