Samfestingurinn

mars 26, 2019
Featured image for “Samfestingurinn”

Samfestingurinn er árlegur viðburður á vegum Samfés sem eru samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Um fjögur þúsund ungmenni koma saman þessa helgina og skemmta sér saman, við fórum með 60 ungmenni úr Borgarbyggð á þessa hátið og voru þau öll til fyrirmyndar.     

Hluti ungmenna frá Borgarbyggð gistu saman í Reykjavík eftir ballið á föstudeginum og voru þau mætt spræk í laugardalshöllina aftur um hádegið á laugardeginum því þá var komið að Söngkeppni Samfés.

Signý María Völundardóttir frá Óðal keppti á stóra sviðinu og stóð sig mjög vel og erum við öll afskaplega stolt af henni, hún söng lagið Make you feel my love með Adele.

Það var Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólið sem sigraði Sögkeppni Samfés 2019.

Hægt er að horfa á keppnina á þessari slóð hér: http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/songkeppni-samfes-2019/27820?ep=899vm1 atriði Óðals er á mínútu 29:42.


Share: