Saltkjöt og baunir – túkall

febrúar 21, 2012
Í tilefni sprengidags fjölmenntu eldri borgarar og öryrkjar í saltkjöt og baunir í Félagsstarfinu á Borgarbrautinni. Meðal gesta voru Guðný Baldvinsdóttir á 98. aldursári og Þórður Kristjánsson á því 91., en þau halda bæði eigið heimili, en borða oft í félagsstarfinu. Alla jafna borða 15-20 manns í félagsstarfinu en í dag var fjöldinn um 30 manns.
Boðið er upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga og er þetta notað bæði af þeim sem búa í blokkinni og fólki utan úr bæ. Gamansemi er ríkjandi í hópnum og heyrðist sterkara kynið ræða sín á milli að það væri alger aukabónus við að borða í félagsstarfinu að maður losnaði við uppvaskið heima.
Myndirnar tók Hjördís Hjartardóttir

 

Share: