Sagnakvöld verður haldið í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi fimmtudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskráin verður í senn fjölbreytt og borgfirsk. Á dagskrá verða kynningar á nokkrum nýjum bókum sem tengjast héraðinu með einum eða öðrum hætti auk þess sem tónlistin kemur við sögu.