Sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar

október 20, 2009
Sonatorrek
Fimmtudaginn 22. október næstkomandi kl. 20.00 verður sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem lesið verður upp úr fjórum bókum er allar tengjast Borgarfirðinum. Eftirtaldir lesa upp úr verkum sínum: Bragi Þórðarson, Óskar Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson og Böðvar Guðmundsson. Bækurnar eru gefnar út af Uppheimum og JPV forlagi. Í lok dagskrár fer Bjarni Guðmundsson með kvæðið Sumar eftir Guðmund skáld Böðvarsson og stutta hugleiðingu um það. Sagnakvöldið verður í sýningarsalnum (Börn í 100 ár) á neðri hæð Safnahúss. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjá má auglýsingu með því að smella hér og lesa má nánar um bækurnar sem kynntar verða með því að smella hér.
 

Share: