Fimmtudagskvöldið 20. nóvember verður sagnakvöld í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar hafa á undanförnum árum verið haldin sagnakvöld í byrjun vetrar og hafa þau verið ákaflega vel sótt. Á fimmtudagskvöldið verða bækur fimm höfunda kynntar:
Guðni Líndal Benediktsson segir frá bók sinn Ótrúlegt ævintýri afa – leitin að Blóðey en bókin hlaut Íslensku barnabókmenntaverðlaunin í ár.
Dr. Guðmundur Eggertsson prófessor fjallar um bók sína Ráðgáta lífsins.
Kristín Steinsdóttir kynnir bók sína Vonarlandið, sem er saga nokkurra alþýðukvenna í Reykjavík á 19. öld.
Lesið verður upp úr skáldverkinu Konan með slöngupennann eftir Þuríði Guðmundsdóttur.
Ævar Þór Benediktsson kynnir bók sína Þín eigin þjóðsaga.
Sagnakvöld hefst kl. 20.00 og boðið verður upp á veitingar að kynningum loknum.