Forsala á bókunum um Sögu Borgarness hefur gengið vel og hefur verkið fengið góða umsögn hjá lesendum.
Þeir sem hafa pantað bækurnar í forsölu geta sótt þær í afgreiðslu Ráðhúss Borgarbyggðar á afgreiðslutíma sem er frá 9,30 – 12,00 og 12,30 – 15,00 alla virka daga.
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að kaupa bækurnar á forsöluverði fram til 06. maí n.k. Hægt er að panta bækurnar í síma 433-7100 og einnig verða þær til sölu á forsöluverði í Framköllunarþjónustunni að Brúartorgi 4 í Borgarnesi.
Eftir 6. maí n.k. verða bækurnar seldar á kr. 15.500