Saga barna- og unglingafræðslu Mýrasýslu

janúar 30, 2008
Í dag 30. janúar var skrifað undir samning þess efnis að Uppheimar ehf. taki að sér að gefa út bókina ,,Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1870 – 2007 eftir Snorra Þorsteinsson. Undir samninginn skrifuðu Páll S. Brynjarsson fyrir hönd Borgarbyggðar og Kristján Kristjánsson fyr hönd Uppheima ehf. Undirbúningur að ritun bókarinnar hófst árið 2005 og skráningu lauk nú um áramótin. Gert er ráð fyrir því að bókin komi út í október 2008 á 100 ára afmæli skólans í Borgarnesi. Í ritnefnd sitja Hilmar Már Arason sem er formaður, Flemming Jessen, Ingibjörg Daníelsdóttir og Kristín Thorlacius.
Á myndinni má sjá þá Hilmar Má Arason formann ritnefndar, Kristján Kristjánsson útgefanda og Pál S. Brynjarsson sveitarstjóra þar sem þeir handsala samninginn.
 
Mynd: Björg Gunnarsdóttir
 

Share: