Safnað fyrir flygli í Hjálmaklett

desember 7, 2011
Fréttatilkynning:
Fjárfestum í flygli – Söfnunarátak hefst 9. desember
Mennta-og menningarsalurinn í Hjálmakletti er glæsilegur og hentar mjög vel til tónleikahalds. Hinsvegar hefur vantað flygil í salinn til að hægt væri að nýta hann til fulls sem slíkan. Því hafa verið stofnuð grasrótarsamtök sem ætla að vinna að fjáröflun til þess að unnt verði að kaupa flygil í húsið. Ætlunin er að kaupa nýjan flygil en til að byrja með hafa samtökin fest kaup á notuðum flygli sem nýtist húsinu vel og kemur sér einnig vel við fjáröflun samtakanna.
Nánari dagskrá er hér fyrir neðan en jólalög verða án efa fyrirferðarmikil á efnisskránni.
Fyrsta skerfið í áðurnefndri fjáröflun verður föstudaginn 9. desember nk. En þá verður opið hús frá kl. 14.00-19.00 í Hjálmakletti þar sem píanóleikarar á öllum aldri koma fram og fólki gefst kostur á að koma og hlusta og styrkja málefnið. Boðið verður upp á að skrá sig fyrir hlut í flyglinum en einnig verða seldar vöfflur og kakó/kaffi til styrktar söfuninni. Atugið að ekki er posi á staðnum.
 
Margt smátt gerir eitt stórt en þó má geta þess að tveir aðilar hafa þegar styrkt söfnunina með að kaupa nótur, svipað og gert hefur verið í orgelsöfnunum, en nótan er á 100.000 kr.Skorað er á fleiri að gera slíkt.
Þeir sem ekki komast á föstudaginn til að hlusta og styrkja málefnið er bent á söfnunarreikning þar sem tekið er við frjálsum framlögum.
Reikningsnúmer 326-13-305606 Kt. 5606081790
Þeir sem hafa áhuga á að leggja okkur lið með því að hjálpa til við söfnunina á einn eða annan hátt geta haft samband við undirritaðar. En vert er að geta þess að Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa verið okkur mjög innan handar.
 
Ásdís Helga Bjarnadóttir og Jónína Erna Arnardóttir
 
Dagskrá föstudaginn 9. desember í Hjálmakletti:
14.00-15.00 Kór Menntaskóla Borgarfjarðar. Hljóðfæraleikur og söngur
15.00-17.00 Nemendur og kennarar úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar
17.00-18.00 Birgir Þórisson leikur fjölbreytta efnisskrá
18.00-19.00 Theodóra Þorsteinsdóttir, Snorri Hjálmarsson, Jónína Erna Arnardóttir og fleiri láta ljós sitt skína.
 

Share: