Rjúpnaveiðitímabilið hófst 1. nóvember síðastliðinn og því líkur 30. nóvember. Rjúpnaveiðidagarnir eru samtals 18 á tímabilinu. Öll veiði er bönnuð mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Algert sölubann er á rjúpu og rjúpnaafurðum. Það er mat sérfræðinga að veiðiþol stofnsins sé ekki meiri en 38.000 fuglar og því er mælt með að hver veiðimaður veiði ekki meira en sex til sjö rjúpur.
Veiðimenn eru hvattir til að fá ávallt leyfi landeiganda fyrir rjúpnaveiðinni. Mjög víða er rjúpnaveiði með öllu bönnuð.
Í frétt á heimasíðu Háskólans á Bifröst (sjá hér) er sagt frá því að rjúpnaveiði sé bönnuð á jörðunum Jafnaskarði, Hreðavatni, landi Skógræktar ríkisins, Brekku, Hraunsnefi og Hvassafelli.