Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu

desember 15, 2025
Featured image for “Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu”

Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl.

Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar.
Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna í lögmætum íbúakosningum.

Undirbúningsnefnd sveitarfélaganna mun hefja störf á næstu dögum og hefja undirbúning sameiningar, sem gert er ráð fyrir að taki gildi í lok maí 2026.
Íbúar munu því að öllum líkindum kjósa fyrstu sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 16. maí 2026.


Share: