Ráðið í starf við áhaldahús

október 1, 2014
Fyrir nokkru var auglýst starf í áhaldahúsi hjá hjá umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar. Í starfinu felst m.a. að vinna við umhirðu og verklegar framkvæmdir s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur. Þá felst einnig í starfinu að aðstoða við verkefni í tengslum við vinnuskóla og margt fleira.
Alls bárust níu umsóknir og ákveðið hefur verið að ráða Ámunda Sigurðsson sem búsettur er í Borgarnesi í starfið.
 
 

Share: