Pollapönk í Óðali

mars 8, 2012

Frá félagsmiðstöðinni Óðali:
Stórvinir okkar í Pollapönk ætla að koma og halda tónleika í Borgarnesi. Strákarnir eru þekktir fyrir mikla gleði og er kjörið fyrir börn og fullorðna að skemmta sér saman. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Skallagrím og mun hluti aðgangseyrisins renna í okkar sjóði. Tónleikarnir eru sunnudaginn 11. mars kl. 13.00 í Félagsmiðstöðinni Óðal.
Aðgangseyrir er 1.200 krónur og er frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum!
 

Share: