Í tilefni komu fulltrúa frá Landvernd á kvöldfund með þátttakendum í umhverfisverkefninu ,,Vistvernd í verki” í ráðhúsi Borgarbyggðar í kvöld, fimmtudaginn 27. september, voru plastmálin sem notuð hafa verið undir kaffi fjarlægð og fengnir varanlegri bollar í þeirra stað.
Þetta er einn liður í verkefni á vegum sveitarfélagsins sem ber nafnið ,,umhverfisaðgerðir í ráðhúsinu”. Þótti við hæfi að af þessu tilefni fengju gerfimálin að víkja og alvöru mál yrðu tekin upp í þeirra stað.
Á næstunni verða kynntar fleiri aðgerðir litlar sem stórar sem draga eiga úr sorpi frá ráðhúsinu. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í Borgarbyggð eru hvattir til að taka þátt í því að draga úr sorpmyndun í sveitarfélaginu.
Á meðfylgjandi myndum má sjá plastmálin sem fá að víkja, Sawai Wongphoothorn sem hefur umsjón með ræstingu, elhúsi og matargerð í ráðhúsi Borgarbyggðar taka nýju bollana út uppþvottavélinni og að lokum mynd af bollunum þar sem þeir eru komnir í fundarsalinn.
(Myndir: Björg Gunnarsdóttir).