Pétur Már kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar

janúar 22, 2007
Tilkynnt var um val íþróttamanns Borgarbyggðar eftir leik Skallagríms og KR í Borgarnesi í gær. Það var Pétur Már Sigurðsson körfuknattleiksmaður sem fékk titilinn fyrir árið 2006 og var honum fagnað með dynjandi lófataki. Mikil stemning var í salnum enda nýlokið leik Skallagríms og KR í körfubolta, sem lauk með sigri Skallagríms á efsta liði deildarinnar. Í lok fréttarinnar má sjá lista yfir þá sem félög og deildir í Borgarbyggð tilnefndu til kjörsins.
 
Pétur Már er vel að útnefningunni kominn enda frábær íþróttamaður á ferðinni sem er mjög mikilvægur fyrir liðsheildina í Skallagrímsliðinu sem vann það afrek að vera í öðru sæti í deildinni í fyrra eftir æsispennandi úrslitakeppni við Keflavík og Njarðvík.
Pétur var stigahæsti íslenski leikmaðurinn í Skallagrímsliðinu í fyrra með 288 stig og hittni hans og barátta í leikjum var liðinu mikill styrkur í æsispennandi úrslitakeppni við bestu lið landsins. Pétur er góð fyrirmynd og hefur náð frábærum árangri í þjálfun yngri flokka Skallagríms bæði í körfuknattleik og knattspyrnu.
Fleiri viðurkenningar voru veittar við þetta tækifæri: Skallagrímsbikarinn, sem er veittur fyrirtæki, stofnun eða einstaklingum sem stutt hafa félagið með einum eða öðrum hætti fékk að þessu sinni Íris Grönfeldt þjálfari fyrir áralöng störf á íþróttasviðinu og Ólafur Helgason fyrir gott starf í körfuknattleiksdeildinni á síðasta ári.
Viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar hlaut að þessu sinni Guðrún Ingadóttir, en þau verðlaun eru nokkurs konar útnefning á íþróttamanni ársins meðal yngra íþróttafólks.
Aðrar viðurkenningar.
Tómstundanefnd ákvað að veita viðurkenningu fyrir skák og brids sem ungmenni í Borgarbyggð hafa náð mjög góðum árangri í á liðnu ári. Viðurkenningu hlutu þau Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhann Óli Eiðsson fyrir árangur í skák og Sigríður Hrefna Jónsdóttir fyrir brids. Skák og brids eru ekki innan vébanda ÍSÍ og því eru þessir íþróttamenn ekki gjaldgengir til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar s.k. reglum þar um en vel að viðurkenningu fyrir íþrótt sína og árangur komin.
Tómstundanefnd veitti Vali Ingimundarsyni þjálfara meistaraflokks körfuknattleiksdeildar Skallagríms viðurkenningu fyrir frábært starf við þjálfun meistaraflokks Skallagríms í körfuknattleik og Írisi Ingu Grönfeldt var líka veitt viðurkenning fyrir frábært starf í þágu íþróttamála til fjölmargra ára.
Guðrún Daníelsdóttir og Erla Kristjánsdóttir fengu viðurkenningu fyrir frábær leiðbeinendastörf í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi undanfarin ár sem þær vinna í sjálfboðavinnu.
 
Og að lokum var Sigurði Þórarinssyni starfsmanni íþróttamiðstöðvarinnar veitt viðurkenning, en síðasta haust hafði hann unnið í íþróttamiðstöðinni samfellt í 20 ár.
Hér má sjá lista yfir þá sem félög og deildir í Borgarbyggð tilnefndu til kjörsins en það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að kjörinu.
Frjálsar íþróttir
Lára Lárusdóttir – Umf. Íslendingur
Bergþór Jóhannesson – Umf. Stafholtstungna
Tómstundanefnd valdi Bergþór Jóhannesson frjálsíþróttamann ársins.
Hestamennska
Grettir Börkur Guðmundsson – Hestamannafél. Skuggi
Flosi Ólafsson – Hestamannafél. Faxi
Guðmundur Margeir Skúlason – Hestamannafél. Snæfellingi
Tómstundanefnd valdi Flosa Ólafsson hestamann ársins.
Sund
Davíð Guðmundsson Umf. Íslendingur
Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir – Umf. Skallagrím
Tómstundanefnd valdi Þorkötlu D. Þórarinsdóttur sundmann ársins.
Blak
Hafdís Rut Pétursdóttir er blakmaður ársins.
Badminton
Trausti Eiríksson – Umf. Skallagrím er badmintonmaður ársins.
Körfuknattleikur
Pétur Már Sigurðsson – Umf Skallagrími
Einar Ólafsson – Umf. Reykdæla
Tómstundanefnd valdi Pétur Má Sigurðsson körfuknattleiksmann ársins.
Knattspyrna
Dagur Sigurðsson – Umf. Skallagrími
Andrés Kristjánsson – Umf. Íslendingur
Tómstundanefnd valdi Dag Sigurðsson knattspyrnumann ársins.
Golf
Ómar Örn Ragnarsson er golfari ársins.
Ákveðið var að heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári.
Hugrún Eva Valdimarsdóttir – U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Trausti Eiríksson – U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Sigurður Þórarinsson – U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Einar Ólafsson – U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – U18 ára landsliðið í körfuknattleik.
Guðrún Ósk Ámundadóttir – U18 ára landsliðið í körfuknattleik.
Heiðar Lind Hansson – U20 ára landslið í körfuknattleik.
Adolf Hannesson – U20 ára landslið í körfuknattleik.
Axel Kárason – A landsliðið karla í körfuknattleik.
Flosi Ólafsson – Landsliðið unglinga í hestaíþróttum.
Sigríður Hrefna Jónsdóttir – unglingalandsliðssæti í brids.
Tinna Kristín Finnbogadóttir – unglingalandsliðssæti í skák.
Ljosmyndir með þessari frétt eru birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndara: Sigríðar Leifsdóttur.
 

Share: