Öskudagsbúningar – skiptimarkaður í Safnahúsinu

janúar 31, 2024
Featured image for “Öskudagsbúningar – skiptimarkaður í Safnahúsinu”

 

 

Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess.  Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn.

Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur.

Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200  –  www.safnahus.is, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi


Share: