Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð 

nóvember 18, 2025
Featured image for “Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð ”

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun.

24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4

Fyrir hunda kl.16:30-19:00.

Fyrir ketti kl. 19:15-20:15.

25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“

Klukkan 16:30-19:00.

2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4

Klukkan 17:00-19:00.


Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem hafa skráð dýrin hjá sveitarfélaginu og greiða leyfisgjöld.

Bent er á að örmerkjaskráning jafngildir ekki skráningu hjá sveitarfélaginu. Umsókn um leyfi fer í gegnum „Mínar síður“ á heimasíðu Borgarbyggðar.

Eigendur óskráðra dýra eru hvattir til að skrá hund eða kött hjá sveitarfélaginu. Allir hundar og kettir í þéttbýli skulu vera skráðir og geta óskráð dýr varðað sekt. Þá er handsömunargjald óskráðra dýra talsvert hærra en skráðra dýra samkvæmt gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Borgarbyggð.

Eigandi hunds sem er skráður hjá Borgarbyggð fær 40% afslátt af hundagjaldi eftir að hafa lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi sem viðurkennt er af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Hjálparhundar og hundar sem eru notaðir til björgunarstarfa eru undanþegnir leyfisgjaldi. Þessir hundar eru eftir sem áður skráningarskyldir og skulu uppfylla skilyrði samþykktar sveitarfélagsins um leyfi til hundahalds.

Hér fyrir neðan má finna tímasetningar ormahreinsunar á hverjum stað. Henti þær ekki þarf að panta tíma hjá dýralækni, helst í nóvember, og senda staðfestingu á ormahreinsun á ulm@borgarbyggd.is


Share: