Opnun Tómstundarskólans í Borgarnesi

ágúst 7, 2008
Þar sem unnið er við að lagfæra húsnæði Tómstundarskólans í Borgarnesi verður ekki unnt að opna hann fyrr en mánudaginn 18. ágúst og verður hann þá opinn frá kl. 08.00-17.00 fram að skólabyrjun. Þeir sem ætla að nýta sér þessa daga og/eða hafa ekki skráð þau börn sem þurfa pláss næsta vetur vinsamlegast gerið það fyrir 14. ágúst.
 
 
Umsóknareyðublöð, reglur og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi (www.grunnborg.is.). Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi hjá skólaritara.
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Harðardóttir, forstöðumaður, í síma 866-9558 eða 437-1129.

Share: