Sýningin „Börn í 100 ár“ hefur nú verið opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, en fyrri tímamörk hennar eru lög um skólaskyldu barna sem tóku gildi árið 1908 og rekur Grunnskólinn í Borgarnesi sögu sína til sama tíma. Sérstök hátíðaropnun var á föstudaginn var, en þá mættu sveitarstjórnarmenn, þingmenn og ýmsir framkvæmdaraðilar og velunnarar sýningarinnar til að fagna áfanganum með starfsfólki Safnahúss.
Á sýningunni er mikil áhersla lögð á ljósmyndir, en jafnframt eru sýndir munir frá byggðasafni, náttúrugripasafni og bóka- og skjalasafni. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson, en nánari upplýsingar má finna með því að smella hér. Sýningin verður opin alla daga í sumar, frá 13-18, og í vetur eftir samkomulagi.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnun sýningarinnar á föstudaginn.
Myndir Helgi Helgason og Björg Gunnarsdóttir