Laugardaginn 5. apríl verður þreksalur og innisundlaug íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi opnuð eftir viðgerðir og endurbætur sem staðið hafa yfir í nokkurn tíma.
Opnunarhátíð verður þann dag í íþróttamiðstöðinni og er hægt að sjá dagskrá hennar með því að smella hér.
Ákveðið hefur verið að gefa 10% afslátt af öllum árskortum í þrek og/eða sund íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar sem keypt eru helgina 5. – 6. apríl.
Árskort sem voru í gildi á meðan framkvæmdir stóðu yfir í þreksal og sundlaug verða framlengd um 2 mánuði og eru eigendur þeirra beðnir að gefa sig fram í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar fyrir 1. maí n.k. til að ganga frá framlengingunni. Sjá auglýsingu hér.