Opnun á inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands

apríl 23, 2014
Frá Skotfélagi Vesturlands:
Formleg opnun á inniaðstöðu Skotfélags Vesturlands í Brákarey verður sunnudaginn 27. apríl næstkomandi.
Húsið opnar kl 13.30, formleg dagskrá hefst kl 14.00 og verður opið til kl 18.00.
Í tilefni opnunar verður byssusýning með mörgum merkilegum byssum í eigu félagsmanna.
Boðið verður upp á léttar veitingar, viljum við hvetja sem flesta til að mæt og fagna þessum merka áfanga í íþróttasögu Borgarness.
 
 

Share: