Opinn fjarfundur 25. mars nk. vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

mars 22, 2021
Featured image for “Opinn fjarfundur 25. mars nk. vegna Holtavörðuheiðarlínu 1”

Fyrsti opni kynningarfundurinn fyrir landeigendur og íbúa verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 20.00-22.00.

Fundurinn verður með fjarfundarfyrirkomulagi og streymt á fésbókarsíðu Landsnets,  sjá hér

Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.

Meginmarkmiðið með lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1 er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggðar.

Með samráði og samtali við íbúa og hagsmunaaðila, rannsóknum og greiningum verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum til að fá betri mynd af verkefninu,möguleikunum og því hvernig línuleið verður háttað.


Share: