Opinn dagur hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 9. nóvember nk.

nóvember 8, 2022
Featured image for “Opinn dagur hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 9. nóvember nk.”

Í tilefni af því að 55 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar er skólinn opinn fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 9. nóvember nk. frá kl. 16:00-18:30.

Starfsfólk skólans ætlar að bjóða upp á stofurölt, aðstöðukynningu og kaffispjall með köku.

Kennsla fer fram í nokkrum rýmum þennan dag og hægt að kíkja við og skoða sig um, líta inn í öll rými, rabba við kennara, skoða hljóðfæri, skila framtíðarhugmyndum og fá sér kaffi og köku í salnum og spjalla saman.

Starfsfólk hvetur íbúa til að kíkja við, taka með ættingja og vini og verja með starfsfólki smástund í þakklæti fyrir þessa ríflegu hálfu öld sem skólinn hefur starfað í byggðarlaginu og horfa jafnframt til framtíðar. Framtíðarhugmyndum verður hægt að koma til skila með því að skila miða í hugmyndabox í sal skólans.

Hlökkum til að sjá sem flesta!


Share: