Menntaskóli Borgarfjarðar býðum öllum í heimsókn í dag, fimmtudaginn 9. mars í tilefni af Lífsnámsvikunni.
Í dag, á lokadegi Lífsnámsvikunnar munu nemendur kynna verkefni sín sem tengjast öll viðfangsefni vikunnar; SJÁLFBÆRNI.
Ásamt því munu nemendur í STEAM sýna fjölbreyttan afrakstur verkefna sinna sem sækja mörg innblástur í verk Ólafs Elíassonar. Verkefnin sem verða til sýnis eru m.a. vöruhönnun, textíll, myndbönd, skúlptúrar, myndlist, ljósmyndir, tónlist og margt fleira.
– – – – – LÍFSNÁMSVIKAN – – – – –
Undanfarin tvö ár hefur mikil þróunarvinna verið í gangi í MB og er m.a. búið að innleiða nýja áfanga sem er afrakstur þeirrar vinnu og kallast þessir áfangar Lífsnám. Þeir samanstanda af fimm nýjum áföngum sem falla undir það sem nemendur kalla Lífsnám eða að læra á það sem skiptir máli í lífinu; kynlíf, geðheilbrigði, fjármál, umhverfismál, jafnrétti og mannréttindi.
Námið var skipulagt í samvinnu við nemendur og allir nemendur skólans taka þátt í Lífsnámsáfanga á sama tíma. Nemendur vinna saman á milli árganga eina viku á önn og á þeim tíma dettur hefðbundin stundatafla úr gildi og aðrir áfangar eru ekki kenndir. Í Lífsnámsvikum fá nemendur tækifæri til að vinna með sérfræðingum á hverju sviði og takast á við krefjandi verkefni sem tengjast efnistökum hvers áfanga. Kennarar vinna í teymum og leiðbeina nemendum í gegnum þverfagleg verkefni sem tengjast innihaldi hvers áfanga. Áhersla er lögð á að nemendur hafi gaman af Lífsnámsvikunni og þess vegna er ýmislegt til gamans gert í vikunni samhliða námi.
Þegar farið var af stað þá lagði MB áherslu á að hlusta á raddir nemenda til að fá þeirra hugmyndir um hvað þeir telja mikilvægt að læra. Talað var við núverandi, tilvonandi og útskrifaða nemendur í undirbúningsvinnunni og er afrakstur þeirra samtala eftirfarandi lífsnámsáfangar:
• Lífsnám 1 – með áherslu á kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti
• Lífsnám 2 – andlegt og líkamlegt heilbrigði
• Lífsnám 3 – sjálfbærni
• Lífsnám 4 – fjármálalæsi
• Lífsnám 5 – mannréttindi, lýðræði og jafnrétti
• Lífsnám 2 – andlegt og líkamlegt heilbrigði
• Lífsnám 3 – sjálfbærni
• Lífsnám 4 – fjármálalæsi
• Lífsnám 5 – mannréttindi, lýðræði og jafnrétti
Á meðan á lífsnámsvikunni stendur fær skólinn fyrirlesara sem hafa mikla þekkingu á viðkomandi efni og eru með fræðslu fyrir nemendur sem nýtist þeim síðan við verkefnavinnuna. Einnig eru alls konar uppákomur eins og pubquiz sem kennarar sjá um og eitthvert sprell frá stjórn nemendafélagsins.