Í dag er lokadagur Lífsnámsviku í Menntaskóla Borgarfjarðar. Í vikunni var lögð áhersla á likamlegt og andlegt heilbrigði og ætla nemendur MB að kynna verkefni sín sem tengjast öll á einn eða annan máta viðfangsefninu.
Af því tilefni ætlar menntaskólinn að vera með opið hús í dag, fimmtudaginn 20. október frá kl. 16:00 – 17:30.