Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar heldur upp á tuttugu ára afmæli deildarinnar með því að setja upp söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart og verða sýningar í byrjun maí. Íslensk þýðing er eftir Flosa Ólafsson.
Nemendur í söngleikjadeildinni á vorönninni eru tuttugu og fjórir á aldrinum 7-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir setja upp sýninguna, stýra tónlist og leik, en Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.
Tvær sýningar eru í boði:
- Föstudaginn 3. maí kl. 18:00
- Laugardaginn 4. maí kl. 13:00
Að þessu sinni verður söngleikjasýningin í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi.
Miðasala við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir leikskólabörn.