![Featured image for “Oliver”](https://dev.borgarbyggd.is/wp-content/uploads/2024/05/Screenshot-2024-05-02-211825.png)
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar heldur upp á tuttugu ára afmæli deildarinnar með því að setja upp söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart og verða sýningar í byrjun maí. Íslensk þýðing er eftir Flosa Ólafsson.
Nemendur í söngleikjadeildinni á vorönninni eru tuttugu og fjórir á aldrinum 7-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir setja upp sýninguna, stýra tónlist og leik, en Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó.
Tvær sýningar eru í boði:
- Föstudaginn 3. maí kl. 18:00
- Laugardaginn 4. maí kl. 13:00
Að þessu sinni verður söngleikjasýningin í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi.
Miðasala við innganginn og er aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn, frítt fyrir leikskólabörn.
![May be an image of text that says "O LVER"](https://scontent.frkv2-1.fna.fbcdn.net/v/t39.30808-6/438101630_426410436810787_7744444332821723262_n.jpg?_nc_cat=111&ccb=1-7&_nc_sid=5f2048&_nc_ohc=-ZS8GJxrQ8MQ7kNvgGkBFYy&_nc_ht=scontent.frkv2-1.fna&oh=00_AfC6FPYjH2nsr8V9SRPwUJq69_G2XWAs2aWzW1SfG-Oujw&oe=6639F265)