Ókeypis leiðsögn í þreksalnum í boði Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar

febrúar 15, 2023
Featured image for “Ókeypis leiðsögn í þreksalnum í boði Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar”

Heilsueflandi samfélag – Borgarbyggð og Menntaskóli Borgarfjarðar bjóða upp á tvo viðburði í næstu viku, 20 . febrúar og 24. febrúar nk.

Nemendur á íþróttbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar bjóða öllum þeim sem vilja, að koma og prófa þreksalinn. Boðið er upp á ókeypis leiðsögn og er farið í gegnum nokkar léttar æfingar sem henta hverjum og einum. Tímarnir eru hluti af námi nemenda í styrktarþjálfun.

Nemendur munu leiðbeina fólki um salinn og aðstoða hvern og einn við að finna æfingar sem henta viðkomandi. Það verður frítt í salinn og öllum velkomið að koma og prófa.

Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

  • Mánudagur 20. febrúar kl. 13:00
  • Föstudagur 24. febrúar kl. 10:00


Share: