Ný vatnsveita vígð í Reykholtsdal

apríl 28, 2013
Ný vatnsveita í Reykholtsdal var vígð s.l. miðvikudag. Vatnsból veitunnar er í landi Steindórsstaða og er vatnið leitt þaðan í Reykholt og Kleppjárnsreyki. Vatnsbólið gefur 9 sekl í dag og með minniháttar breytingum getur vatnsbólið gefið meira af sér ef vöxtur verður í byggð eða atvinnustarfsemi á svæðinu. Kostnaður við gerð veitunnar var um 70 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi veitunnar, en fyrirtækið tók yfir reksturinn árið 2006.
Það er von Orkuveitunar og Borgarbyggðar að nýja veitan muni tryggja íbúum í Reykholtsdal gnótt af góðu vatni öllum til hagsbóta, auk þess sem góða vatnsveita skapar ýmsa möguleika fyrir frekari uppbyggingu til framtíðar.
 

Share: